Ótrúleg afköst

Ritsafn Halldórs Laxness er mikið að vöxtum og ber vott um ótrúleg afköst skáldsins. Skáldsögurnar einar telja á níundu milljón tölvubæta og eru þá ótalin leikrit og greinasöfn. Til samanburðar má geta þess að allar Íslendingasögurnar eru rúm fimm milljón bæti.

Halldór Laxness sendi frá sér á sjöunda tug bóka en þess ber að geta að sumar skáldsögurnar voru síðar felldar í eina bók. Ritsafn hans hefur því að geyma fimmtíu og eina bók. Verk hans eru hér talin upp í þeirri röð sem þau komu út og þess getið hvort um er að ræða skáldsögu (og þá hluta af hvaða verki), leikrit, ljóð, greinar, ferðasögur eða minningasögur:

1919 Barn náttúrunnar, skáldsaga

1923 Nokkrar sögur, smásögur

1924 Undir Helgahnúk, skáldsaga

1925 Kaþólsk við horf, ritgerð

1927 Vefarinn mikli frá Kasmír, skáldsaga

1929 Alþýðubókin, greinar

1930 Kvæðakver, ljóð

1931 Þú vínviður hreini (Salka Valka), skáldsaga

1932 Fuglinnn í fjörunni (Salka Valka), skáldsaga

1933 Fótatak manna, smásögur (sjá Þætti)

1933 Í Austurvegi, ferðasaga

1934 Straumrof, leikrit

1934 Sjálfstætt fólk I, skáldsaga

1935 Sjálfstætt fólk II, skáldsaga

1935 Þórður gamli halti, smásaga (sjá Þættir)

1937 Dagleið á fjöllum, greinar

1937 Ljós heimsins – síðar nefnt Kraftbirtíngarhljómur guðdómsins, (Heimsljós), skáldsaga

1938 Gerska æfintýrið, ferðasaga

1938 Höll sumarlandsins (Heimsljós), skáldsaga

1939 Hús skáldsins (Heimsljós), skáldsaga

1940 Fegurð himinsins (Heimsljós), skáldsaga

1942 Vettvángur dagsins, greinar

1942 Sjö töframenn, smásögur (sjá Þætti)

1943 Íslandsklukkan (Íslandsklukkan), skáldsaga

1944 Hið ljósa man (Íslandsklukkan), skáldsaga

1946 Eldur í Kaupinhafn (Íslandsklukkan), skáldsaga

1946 Sjálfsagðir hlutir, greinar

1948 Atómstöðin, skáldsaga

1950 Reisubókarkorn, greinar

1950 Snæfríður Íslandssól, leikrit (upp úr Íslandsklukkunni)

1952 Gerpla, skáldsaga

1952 Heiman eg fór, skáldsaga/minningasaga

1954 Silfurtúnglið, leikrit

1954 Þættir, smásögur (fyrri smásagnasöfnum safnað saman)

1955 Dagur í senn, greinar

1957 Brekkukotsannáll, skáldsaga

1959 Gjörníngabók, greinar

1960 Paradísarheimt, skáldsaga

1961 Strompleikurinn, leikrit

1962 Prjónastofan Sólin, leikrit

1963 Skáldatími, greinar / minningabók

1964 Sjöstafakverið, smásögur

1965 Upphaf mannúðarstefnu, greinar

1966 Dúfnaveislan, leikrit

1967 Íslendíngaspjall, greinar

1968 Kristnihald undir Jökli, skáldsaga

1969 Vínlandspúnktar, greinar

1970 Innansveitarkronika, skáldsaga

1970 Úa, leikrit (upp úr Kristnihaldi undir Jökli)

1971 Yfirskygðir staðir, greinar

1972 Guðsgjafaþula, skáldsaga

1972 Norðanstúlkan, leikrit (upp úr Atómstöðinni)

1974 Þjóðhátíðarrolla, greinar

1975 Í túninu heima, minningasaga

1976 Úngur eg var, minningasaga

1977 Seiseijú, mikil ósköp, greinar

1978 Sjömeistarasagan, minningasaga

1980 Grikklandsárið, minningasaga

1981 Við heygarðshornið, greinar

1984 Og árin líða, greinar

1986 Af menníngarástandi, greinar

1987 Dagar hjá múnkum, minningabók