Ég útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1985. Fjórum árum síðar lauk ég BA-prófi í íslenskum bókmenntum og sagnfræði frá Háskóla Íslands og árið 1991 cand.mag. prófi í íslenskum bókmenntum.  

Haustið 1991 hóf ég störf hjá Vöku-Helgafelli sem gefur út verk Halldórs Laxness og var útgáfústjóri forlagsins 1992-2004. Meðfram störfum mínum í bókaútgáfu hef ég skrifað um bókmenntir og haldið fyrirlestra heima og erlendis. Ég á og rek bókaforlagið Bjartur & Veröld.

Allar myndir á vefnum eru fengnar hjá safninu á Gljúfrasteini nema tvær. Mynd af okkur Auði Laxness að opna Orðstöðulykil Halldórs Laxness í apríl 2003 er úr safni Morgunblaðsins og myndina hér að ofan af okkur Ólafi Ragnarssyni og Auði fékk ég hjá Elínu Bergs, ekkju Ólafs. Kann ég þeim öllum bestu þakkir fyrir. – PMÓ